Afþreying

Velkomin á Reykjanesið

#Reykjanes

Í nágrenni Airport Hótel Aurora Star eru margar af fallegustu náttúruperlum og ferðamannastöðum Íslands, t.d. Bláa Lónið, Víkingaheimar, Salfisksetrið í Grindavík og Gunnuhver.

Kynningarmyndband um Reykjanesið

Heimasíða Visit Reykjanes: www.visitreykjanes.is

Bláa Lónið

Með heimsókn í Bláa Lónið ná gestir að lífga upp á samband sitt við náttúruna, drekka í sig útsýnið og njóta þess að baða sig í hreinu, fersku loftinu á meðan þeir slaka á í heitum jarðsjónum.

Gunnuhver

Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann dregur nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon prestur tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn.

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn dregur nafn sitt af suðvesturhorni skagans, Reykjanesi, sem Suðurnes eru hluti af.  Náttúran er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með tilheyrandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara.

Brúin milli heimsálfa

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Byggð hefur verið brú á milli “plötuskilanna” upp af Sandvík á Reykjanesi og þar gefst fólki kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) sér að kostnaðarlausu.